Notaðu leðurbuxurnar eins og Kendall Jenner

Leðurbuxurnar eru ein klassískasta flík sem völ er á og verða þær alltaf í tísku. Þær geturðu líka notað á hverri árstíð, nema á heitustu sumardögunum. Leðurbuxur eru einnig oft tengdar við hinar og þessar rokkstjörnur, eins og Mick Jagger og Debbie Harry. Þó að vinsælustu leðurbuxurnar hingað til hafa verið þær þröngu þá getur verið gott að breyta til.

Nú eru leðurbuxurnar orðnar víðar, sem gerir þær örlítið fínni fyrir vikið. Kendall Jenner klæddist víðum og beinum leðurbuxum í París á dögunum, við mynstraða skyrtu og háa skó. Ef þú hyggst fjárfesta í flottu pari af leðurbuxum á næstunni þá ættu þær að líkjast þessum.

Glamour/Getty
Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.