Það styttist í opnun Weekday á Íslandi

Það er margt að gerast í Smáralind í þessa dagana, en tvær gríðarlega vinsælar verslanir munu opna þar í næstu viku, Monki og Weekday. Weekday sækir innblástur sinn í ungmenni og götutísku, en þar finnurðu einnig góðar gallabuxur og klassíska stuttermaboli sem allir þurfa að eiga.

Weekday mun opna 750 fm verslun í Smáralind í næstu viku, eða þann 23. maí kl. 11:00. Það borgar sig að mæta tímanlega, því fyrstu hundrað viðskiptavinirnir fá 40% afslátt, en svo verður 20% afsláttur af öllu yfir daginn.

Stjórnendur Weekday eru spenntir fyrir opnuninni. „Ísland er eitt af fallegustu löndum í heimi og við erum ákaflega spennt að stíga inn á þennan nýja og spennandi markað. Reykjavík er suðupunktur skapandi menningar og við hlökkum til að kynnast þessu áhugaverða samfélagi betur,“ segir Daniel Herrman, framkvæmdastjóri Weekday í fréttatilkynningu.

Glamour/WEEKDAY
Glamour/WEEKDAY
Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.