Hvetur fjölskyldur til útiveru

Katrín hertogaynja af Cambridge, bauð Vilhjálmi og börnum sínum þremur að skoða garðinn sem hún bjó til í tilefni af blómasýningu í London, eða Chelsea Flower Show. Katrín kallaði garðinn „aftur í náttúruna“ og léku börnin sér í rólum og söfnuðu greinum og steinum.

Myndir/Matt Porteous/Kensington Palace frá Getty

Katrín hefur lengi talað fyrir bættri heilsu með því að eyða tíma utandyra. „Mér finnst útivera mjög mikilvæg fyrir heilsuna og hefur góð áhrif bæði á andlegu og líkamlegu hliðina, sérstaklega fyrir ung börn,“ sagði Katrín við BBC. „Ég vona að þetta svæði sem ég hef búið til fái fjölskyldur til að eyða tíma utandyra.“

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.