Strigaskórnir sem Katrín klæðist

Katrín, hertogaynja af Cambridge hefur verið mun afslappaðri í fatavali sínu síðustu vikur, þar sem röndóttar peysur og bolir hafa orðið fyrir valinu frekar en fínir kjólar. Nú á dögunum klæddist hún strigaskóm, sem hún gerir ekki oft. Strigaskórnir eru klassískir hvítir frá ítalska skómerkinu Superga.

Við skóna klæddist hún ljósbrúnum víðum buxum við hvíta skyrtu. Strigaskórnir verða án efa mjög vinsælir í verslunum núna, en þeir fást meira að segja hér á landi í GS Skóm.

Glamour/Getty
Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.