Leyfðu brúnu augunum að skína

Förðunarfræðingar hafa lengi spáð í hvaða litir henta hverjum og einum augnlit, svo að augnliturinn njóti sín sem best og skíni skært. Góðar fréttir fyrir þá sem eru með brún augu, en þá eru mjög margir litir sem koma til greina að nota. Allt frá köldum til hlýrra litatóna, jafnvel glimmer og glans, þú getur endalaust prófað þig áfram.

Litatónar eins og brúnn, grár, dökkblár, fjólublár, bronslitaður, koparlitaður, saffrangulur eða gullitaður, rauður, allir þessir litir fá brúnu augun til að skína. Glimmer og mikið glans hentar einnig vel. Hins vegar skaltu reyna að forðast pastellitina, en þeir gætu dregið úr fallegum lit augna þinna.

Glamour/Getty
Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.