Ný snyrtivara frá Justin Bieber

Justin Bieber er á leiðinni í snyrtivörubransann og er að fara að setja á markað nýjan svitalyktareyði. Svitalyktareyðirinn er alveg náttúrulegur og hefur Justin búið hann til í samvinnu við fyrirtækið Schmidt’s, sem er bæði vegan og prófar ekki á dýrum. Svitalyktareyðirinn mun kallast Here + Now og tilkynnti Justin um þessa vöru á Instagram.

Justin hefur nú þegar sett nafn sitt við nokkra rakspíra og aðrar húðvörur. Náttúrulegar snyrtivörur eru hins vegar alltaf að verða vinsælli og vinsælli. Eiginkona Justin, Hailey Bieber, sótti um einkaleyfi á nafninu Bieber Beauty fyrir nokkrum mánuðum síðan, svo þau hjónin ætla kannski að fara út í þennan bransa saman.

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.