Giambattista Valli í samstarf við H&M

Samstörf H&M við fræga hönnuði eru orðin mjög vinsæl og margir sem bíða gríðarlega spenntir eftir því hvaða hönnuðir eru næstir. Nú hefur næsta samstarf verið tilkynnt, og það er við ítalska hönnuðinn Giambattista Valli.

Giambattista Valli er þekktur fyrir hátísku og er þetta í fyrsta skipti sem H&M fer út í samstarf við hátískuhönnuð. Kjólar verða því í aðalhlutverki og munu fyrstu kjólarnir fara í sölu næsta laugardag, en stærri lína fer í verslanir í nóvember næstkomandi.

Í kvöld munu hins vegar stjörnur eins og Kendall Jenner, Chiara Ferragni og Bianca Brandolini klæðast kjólum frá samstarfinu á amFAR Gala kvöldinu, svo við bíðum spenntar eftir fleiri myndum.

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.