Fullt af tísku í nýju myndbandi James Corden

Celine Dion aðdáendur ættu ekki að hafa misst af nýjasta bílakaríókí James Corden, en þar tekur hann stjörnur með sér í bíltúr, spjallar og syngur með þeim. Celine Dion er mikill tískuunnandi og lætur sig aldrei vanta á hátískusýningarnar í París, og klæddist auðvitað alvöru tískufatnaði í bílnum með James.

Celine klæddist dragt og skyrtu úr vetrarlínu Marc Jacobs 2019, svo aðrir þurfa að bíða örlítið lengur eftir að fatnaðurinn komi í búðir. Celine hefur oft talað um fatnað og hversu mikið hún nýtur þess að klæða sig í dramatískan tískufatnað. James spyr hana meðal annars hversu mörg skópör hún eigi. „Ég heyrði að þú ættir tíuþúsund pör, “ sagði James. „Þrjúþúsund, kannski fimmþúsund,“ svarar Celine.

Glamour/Getty.
Frá tískupalli Marc Jacobs.
Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.