Giftu sig í laumi

Zoe Kravitz og Karl Glusman giftu sig víst í laumi, samkvæmt franska Vogue. Athöfnin var haldin í leyni, en hjónin ætla víst að fagna með sínum nánustu á almennilegan hátt í sumar.

Zoe Kravitz tilkynnti um trúlofun þeirra í tímaritinu Rolling Stone í fyrra, en þá höfðu þau verið trúlofuð í um átta mánuði. Nú hafa þau víst gift sig borgaralega en ætla víst að fagna brúðkaupinu í Frakklandi í júní.

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.