Bella Hadid er með sniðuga sumarhárgreiðslu

Fyrirsætan Bella Hadid er stödd í góða veðrinu í Monaco, þar sem hún var með sniðuga sumarhárgreiðslu. Þessi greiðsla er fullkomin til að halda hárinu frá andlitinu, og er góð tilbreyting frá klassíska taglinu eða snúðnum.

Hárgreiðslan er lítill snúður efst á höfðinu, þar sem hárið er aðeins tekið frá andlitinu. Þessi greiðsla hentar öllum vel, sama hvort þú sért með stutt eða sítt, slétt eða krullað.

Glamour/Getty
Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.