Topshop lokar öllum verslunum sínum í Ameríku

Breski tískurisinn Topshop mun loka öllum verslunum sínum í Ameríku, en þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu og á líka við um verslanir Topman. Topshop hefur verið í miklum vandræðum undanfarið og einnig þurft að loka um tvö hundruð verslunum í Bretlandi.

Söngkonan Beyoncé hefur verið í miklu samstarfi við fyrirtækið síðustu ár með íþróttamerki sínu Ivy Park, en hefur hún minnkað það verulega. Ástæða þess er meðal annars sú að forstjóri Topshop, Sir Philip Green hefur verið ásakaður um kynferðisofbeldi.

Topshop er aðallega þekkt fyrir ódýran tískufatnað, skó og fylgihluti.

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.