Gigi Hadid sækir í þessa klassísku skó

Það eru sumar flíkur og fylgihlutir sem virðast alltaf vera jafn klassískir og þessir skór eru gott dæmi um það. Gigi Hadid klæddist svörtum Dr. Martens við nýjar buxur frá Burberry og hvítri hettupeysu. Hinir bresku Dr. Martens hafa alltaf verið í tísku, og eru enn ef marka má eina helstu tískufyrirmynd dagsins í dag.

Þó þeir séu kannski full hlýir fyrir heitustu dagana þá má nota skóna allan ársins hring. Þeir eru einnig mjög töff við kjóla og pils, en einnig undir beinar gallabuxur og íþróttabuxur eins og við sjáum hér.

Glamour/Getty
Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.