Með dóttur sína á frumsýningu Big Little Lies 2

Það eru fáar mæðgur í Hollywood sem eru jafn líkar og Reese Witherspoon og Ava Phillippe. Það sást vel á frumsýningu seríu tvö af Big Little Lies, sem haldin var í New York í vikunni.

Ava er 19 ára gömul og var að ljúka við sitt fyrsta háskólaár, en hún gerði sér dagamun og fylgdi móður sinni á rauða dregilinn. Með ljóst blásið hár, náttúrulegan varalit og ferskan kinnalit litu voru mæðgurnar alveg í stíl.

Glamour/Getty.
Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.