Tekur upp hanskann fyrir Meghan Markle

Leikkonan Priyanka Chopra stendur með vinkonu sinni Meghan Markle, en hún segir Meghan hafi orðið fyrir rasisma þegar kemur að fjölmiðlum og öðrum slúðurmiðlum. Meghan og Priyanka kynntust fyrir nokkrum árum síðan og hafa verið nánar vinkonur í mörg ár, ásamt Serenu Williams og Amal Clooney. Priyanka segir þær allar hafa sömu ástríðu sem kemur að málefnum ungra stelpna og kvenna í heiminum í dag.

Priyanka segir Meghan vera framsækna nútímakonu sem hafi komið sér sjálfri á framfæri. Hún segir að Meghan hafi oft orðið fyrir rasisma þegar kemur að umfjöllun um hana. „En fegurð Meg er sú að hún hefur verið hún sjálf í gegnum allt þetta. Margir kynntust henni eftir að hún giftist Harry Bretaprins, en ég þekkti hana fyrir og hún er sú sama. Nú hefur hún betra tækifæri til að tala um hlutina sem hún vill, sem eru þeir sömu og áður. Hún hefur alltaf viljað hafa áhrif á heiminn,“ segir Priyanka í samtali við The Sunday Times Style.

„En ef það er einhver sem getur ráðið við alla þessa pressu frá fjölmiðlum ljósmyndurum þá er það Meghan.“

Glamour/Getty

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.