Shailene Woodley ætlar að koma þessari förðun í tísku

Á amerísku tískuverðlaununum fer fólk svo sannarlega út fyrir þægindarammann og fáir sem velja klassískan fatnað eða augnförðun. Big Little Lies leikkonan Shailene Woodley var þó klædd á klassískan hátt, en fór alla leið þegar kom að augnförðuninni.

Shailene bar eldrauðan augnskugga yfir allt augnlokið og alveg út á gagnaugað, en hélt annarri förðun í lágmarki. Þetta er förðunin sem þú ættir að prófa þig áfram með í sumar, því þetta er tilvalið fyrir öll partýin sem þér er boðið í.

Glamour/Getty.
Shailene Woodley.
Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.