Bella Hadid klæðist fatamerki Rihönnu

Í lok maí kynnti Rihanna til leiks nýtt fatamerki, Fenty, sem hún á í samstarfi við LVMH. Í fatamerkinu leggur Rihanna mikla áherslu á að konur geti verið stoltar af líkömum sínum. Í línunni er mikið um gallaefni, dragtir og stór sólgleraugu. Rihanna hefur síðan valið eina frægustu fyrirsætu heims í dag, Bellu Hadid, til að frumsýna fatamerkið á götunni, nokkrum vikum eftir að það var frumsýnt.

Bella klæddist hvítum gallajakka/kjól, sólgleraugum og skóm öllu úr línunni. Þessi gallakjóll mætti alveg verða okkar, enda mjög klassísk flík og hægt að nota á marga vegu.

Glamour/Getty
Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.