Rihanna er nú ríkasta söngkona heims

Rihanna er nú ríkasta tónlistarkona heims og tekur fram úr Beyoncé, Madonnu og Céline Dion, samkvæmt Forbes. Rihanna er nú metin á 600 milljónir dollara, en Madonna er metin á 570 milljónir dollara, Céline Dion 450 milljónir dollara og Beyoncé 400 milljónir dollara.

Í lok maí kynnti Rihanna nýtt fatamerki til leiks við tískurisann LVMH, Fenty. Það hefur farið vel af stað, en fyrir á Rihanna snyrtivörumerkið Fenty Beauty og undirfatamerkið Savage x Fenty. Auður hennar síðustu ár hefur ekki komið frá tónlistinni, heldur aðallega fyrirtækjum hennar. Rihanna gaf út fyrstu snyrtivörur Fenty Beauty í September 2017 og seldust snyrtivörur fyrir rúmar hundrað milljónir bandaríkjadala á fyrstu vikunum.

Glamour/Getty

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.