Trendið sem kom öllum á óvart

Það kom mörgum á óvart þegar hjólabuxur komust í tísku síðasta sumar, en það trend óx gríðarlega hratt. Kardashian-fjölskyldan átti stóran þátt í því og eins og svo oft með þá fjölskyldu vildi fólk eignast eins. Á tískupöllunum fyrir sumarið voru hjólabuxur mjög áberandi, í teygjuefni, gallaefni eða mynstraðar. Tískuhús eins og Prada, Fendi og Chanel voru öll með sínar útgáfur, svo að úrvalið er fjölbreytt.  

Jil Sander
Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.