Fjallkonur og flottir strákar

Það er mikið að gerast í Reykjavík þegar kemur að veitingastöðum, en nú hefur nýr staður bæst í hina vaxandi flóru Reykjavíkur. Þú hefur eflaust séð eitthvað tengt Fjallkonunni á samfélagsmiðlum undanfarið, en um er að ræða nýjan veitingastað, Fjallkonan krá & kræsingar. Ásthildur Bára, fjallkona og verkefnastýra sagði Glamour frá nýja staðnum.

„Á bakvið Fjallkonuna stendur öflugt teymi fagfólks, frábær hópur af fjallkonum og flottum strákum. Eigendur staðarins eru meðal annars eigendur Sushi Social, Sæta Svínsins, Tapasbarsins og Apóteksins,“ segir Ásthildur og bætir við að stemningin á Fjallkonunni er skemmtileg og lifandi, en líka kósý og afslöppuð. „Við erum svo með frábært útisvæði sem er kjörið að heimsækja í drykki og snarl þegar sólin skín, vonandi sem oftast í sumar.“

Matseðillinn er fjölbreyttur og er góð blanda af alþjóðlegu bragði í bland við hinar íslensku matarhefðir. „Það eru líka margir spennandi snakk- og smáréttir sem er gaman fyrir þá sem vilja deila og einnig frábært úval af grænmetisréttum. Svo alveg rosalega sæta eftirrétti sem eru syndsamlega góðir,“ segir Ásthildur. Á meðal eftirrétta eru sætindaparísarhjól, djúpsteikt oreo og ekta íslenskar pönnukökur.

Sætindaparísarhjólið.
1 Comment
  1. Fór á Fjallkonuna 🙂 , síðast liðin fimmtudag 15 júní , með vinkonum mínum , staðurinn er rosa smart og flottur , maturinn var geggjað góður fannst okkur öllum ,,, og það sem skiptir líka miklu máli var að starfsfólkið var dásamlegt , sjá allt þetta flotta unga fólk maður minn 🙂 , við fengum frábæra þjónustu . Takk fyrir okkur

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.