Þú getur keypt töskuna hennar Beyoncé

Beyoncé getur vafalaust valið úr öllum fatnaði og hvaða tískuhúsi í heiminum til að klæðast, og þá er einstaklega gaman þegar hún velur nýrri og minni merki. Beyoncé notar oft Instagram til að deila fatnaði sem hún klæðist, eins og í gærkvöldi, þegar hún var með tösku frá merkinu By FAR.

By FAR er ástralskt fylgihlutamerki sem sérhæfir sig í töskum og skóm. Merkið hefur verið mjög áberandi á samfélagsmiðlastjörnum undanfarið ár og þess vegna fengið mikla athygli. By Far sérhæfir sig í einföldum fylgihlutum, með áhugaverðum smáatriðum sem minna á vintage vörur eða tíunda áratuginn.

Taskan sem Beyoncé heldur á er mintugræn með brúnni og stórri kúlu á handfanginu. Taskan kostar um 76 þúsund krónur og þú getur verslað hana hér.

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.