Tjáir sig um unnustann í fyrsta skipti

Leikkonan Jennifer Lawrence heldur einkalífinu svo sannarlega fyrir sig, en fyrr á árinu bárust fréttir af meintri trúlofun hennar og Cooke Maroney, sem er listagallerís eigandi. Þó að talsmaður Jennifer hafi staðfest trúlofunina, þá hefur ekkert heyrst í parinu, fyrr en nú.

Á frumsýningu myndarinnar X-Men: Dark Phoenix þá gaf Jennifer sér smá tíma til að tala um Cooke. „Hann er bara besta manneskja sem ég hef á ævi minni hitt,“ sagði Jennifer við Entertainment Tonight. Hún var einnig spurð út í bónorðið og hvað fór í gegnum huga hennar þegar hann bað hennar. „Það var mjög auðveld ákvörðun.“

Glamour/Skjáskot.
Jennifer og Cooke.

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.