Chrissy Teigen er með hina fullkomnu sumartösku

Chrissy Teigen og fjölskylda eru í fríi á Ítalíu eins og stendur, en hjónin hafa oft talað um Ítalíu sem þeirra uppáhalds stað. Þau trúlofuðu sig, giftu sig þar og reyna að fara þangað sem oftast. Fyrir þá sem eru á leiðinni í sólarfrí, eða ætla að njóta sólarinnar á höfuðborgarsvæðinu, þá er Chrissy með hina fullkomnu sumartösku.

Taskan hennar er frá franska merkinu Jacquemus og er ofin taska, með kögri úr sama efni. Taska Chrissy er appelsínugul en hægt er að fá hana líka í ljósari lit. Sjá töskuna hér. Ofnar töskur og bambustöskur hafa verið vinsælar í sumar, enda mjög sumarlegar.

Glamour/Skjáskot
Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.