Segja Bradley Cooper og Irina Shayk vera hætt saman

Leikarinn Bradley Cooper og fyrirsætan Irina Shayk eru talin vera hætt saman, samkvæmt People. Parið hafa verið saman í fjögur ár og eiga þau eina dóttur saman, Lea De Seine sem fæddist árið 2017. Bradley og Irina eru sögð hafa eytt tíma í burtu frá hvoru öðru upp á síðkastið.

„Þau hafa verið í sundur í dálítinn tíma til að athuga hvort þau séu betur sett án hvors annars,“ segir heimildamaður. „Þau hafa lagt mikið í sambandið og það er erfitt fyrir þau að fara hvor sína leið. Þau eru að prófa mismunandi fyrirkomulag og sjá hvort það gangi. Þau elska litlu stelpuna sína heitt og það mun aldrei breytast sama hvað.“

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.