Búa saman aðeins fjóra daga í viku

Gwyneth Paltrow og eiginmaður hennar, Brad Falchuk hafa hlutina aðeins öðruvísi en önnur gift pör, en þau búa aðeins saman fjóra daga í viku. Dagana sem þau eru ekki saman eyðir Brad á sínu eigin heimili, sem er ekki svo langt frá húsi Gwyneth.

Ástæðuna segir hún vera að með þessu haldi þau frekar í sína persónu og að þetta viðhaldi spennu. „Allir giftu vinir mínir segja mér að hvernig við lifum hljómi fullkomið í þeirra eyrum og að við ættum engu að breyta,“ sagði Gwyneth í viðtali The Sunday Times.

Þetta fyrirkomulag hentar líklega vel fyrir þá sem hafa áður verið giftir og/eða eiga börn úr fyrri samböndum, eins og á við samband Gwyneth og Brad. Gwyneth Paltrow var áður gift söngvaranum Chris Martin og eiga þau tvö börn saman, Apple og Moses. Brad á einnig tvö börn úr fyrra hjónabandi.

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.