Flíkurnar sem þú þarft fyrir sumarið

Sólin hættir ekki að leika við Íslendinga þessa dagana og nú leitum við eftir klassískum en sumarlegum flíkum. Að mati Glamour endast hvítu flíkurnar okkur ár eftir ár, annaðhvort heklaðar, með kögri eða með enskum saum. 

Enskur saumur (e. broderie anglaise) er vanalega saumaður í bómull eða hör, þá eru göt saumuð út í efnið sem síðan mynda endurtekið mynstur.  

Heklaður hvítur kjóll mun fylgja þér lengi og er mikilvægur í sólarlandaferðirnar. Hann er hægt að nota yfir sig á ströndina, í skoðunarferðum og á veitingastöðum. Skyrtu eða kjól með enskum saum geturðu notað við gallabuxur og sandala þegar sólin skín en lofthitinn er ekki fylgjandi. 

Glamour/Getty. Altuzarra
Chloé
Carolina Herrera

Hvítar sumarflíkur eru þær klassískustu eins og við sjáum á gömlum myndum af Jane Birkin. Kíktu í verslanir sem selja notuð föt, eins og Spúútnik eða Wasteland, og heppnin gæti verið með þér.   

Jane Birkin og Serge Gainsbourg árið 1969.
Árið 1969.
Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.