Hvít jakkaföt áberandi í Flórens

Herratískuvikan í Flórens, Pitti Uomo, stendur nú yfir og þar eru allir best klæddu karlmenn Ítalíu komnir saman. Það virðist vera orðið ansi hlýtt í fallegu borginni, en klæðnaðurinn sem stendur upp úr er annað hvort ljós eða hvítur, og þá aðallega hvít jakkaföt.

Fötin eru þó aðeins kremuð og oft sett saman við dökkbrúna fylgihluti. Fötin eru úr efnum eins og bómull og hör, sem gera þau hversdagslegri. Sjáðu hér fyrir neðan hvernig Ítalir klæðast ljósum jakkafötum.

Glamour/Getty
FLORENCE, ITALY – JUNE 11: A guest is seen wearing creme suit, bucket hat during Pitti Immagine Uomo 96 on June 11, 2019 in Florence, Italy. (Photo by Christian Vierig/Getty Images)
Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.