Í kjól af móður sinni 21 ári síðar

Leikkonan Courteney Cox, sem flestir þekkja úr þáttunum Friends, deildi skemmtilegri mynd á Instagram í gærkvöldi. Þar sýnir hún mynd af dóttur sinni í sama kjól og Courteney klæddist árið 1998. Kjóllinn er ljósfjólublár, en Courteney klæddist honum fyrst á rauða dreglinum á frumsýningu myndarinnar Snake Eyes.

Fjórtán ára dóttir Courteney, Coco Arquette, bar kjólinn mjög vel, eins og móðir sín. Courteney skrifar undir myndina að kjóllinn hafi verið góð kaup á sínum tíma. Hver segir svo að fallegir kjólar séu ekki góð fjárfesting?

Glamour/Getty.
David Arquette, fyrrverandi eiginmaður Courteney, og Courteney árið 1998.
Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.