Vertu þú sjálf í nærfötum frá Monki

Nýjasta undirfatalínan frá Monki er tekin í afslöppuðu og heimilislegu umhverfi og hvetur konur til að sýna líkama þeirra eins og þeir eru. Herferðin gengur undir nafninu #nofilter og er gerð í samstarfi við ljósmyndarann og kvikmyndagerðarkonuna Chloe Sheppard.

Nærfötin í nýju línunni eru í fallegum daufbleikum og gullbrúnum litum, úr þægilegri bómull með fíngerðum blúnduskreytingum eða dýramynstri. Línan kemur í verslanir í byrjun júlí, en ný verslun Monki hefur opnað í Smáralind.

Glamour/MONKI/Chloe Sheppard
Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.