Myndin af Kendall Jenner sem allir eru að tala um

Fyrirsætan Kendall Jenner getur varla stigið fæti út úr húsi án þess að vera mynduð í bak og fyrir, sem er einnig stór hluti af starfi hennar, að vera mynduð í nýjustu tísku eins og til dæmis Bella og Gigi Hadid. Margir velta nú fyrir sér nýjustu myndunum sem teknar voru af henni, í lítilli matvöruverslun í New York á dögunum.

Kendall Jenner var klædd í appelsínugulan þröngan kjól og keypti sér Appelsínu og vanillu Coca Cola, sem er nýr drykkur hjá fyrirtækinu. Margir segja þetta vera hulda auglýsingu, enda er hún klædd í stíl við drykkinn sem Coca Cola eru að markaðssetja þessa dagana.

Við vildum hins vegar að við gætum litið svona vel út við matarinnkaup.

Glamour/Getty
Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.