Fataskápurinn þarf ekki að vera einhæfur

Fataskápur karlmanna þarf ekki að vera einhæfur og vel er hægt að prófa sig áfram með liti og mynstur, sérstaklega á sumrin. Tískuvikan í Flórens, Pitti Uomo, var haldin fyrr í mánuðinum og þar voru best klæddu karlar Ítalíu komnir saman. 

Ljósir litir, mynstraðar skyrtur og afslappaðar flíkur stóðu upp úr og virtust flestir taka þægindin fram yfir annað. Nú þegar sólin skín er kjörið að prófa sig áfram með flíkurnar sem þú getur ekki notað yfir vetrartímann og jafnvel fjárfesta í sumarlegri fatnaði. Glamour hefur tekið saman flottustu dressin frá Flórens. 

Glamour/Getty.
Ef svartur er þinn uppáhalds litur, þá getur ljós jakki gert mikið, sérstaklega á sólardögum.
Þægilegt og afslappað.
Buxurnar og skyrtan passa vel saman hér.
Karlmenn ættu ekki að forðast hvítan lit, en passa að flíkurnar séu afslappaðar og ekki of þröngar.
Blá jakkaföt við strigaskó eru flott í sumar.
Litrík skyrta með mynstri, eða hnútabatik, er flott við aðrar stílhreinni flíkur.
Þetta þarf ekki að vera flókið eins og við sjáum hér. Sumarleg skyrta við dökkbláar buxur.
Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.