Minntust Karl Lagerfeld í París

Minningarathöfn fyrir Karl Lagerfeld var haldin í París í gærkvöldi, í Grand Palais, þar sem hann hélt nánast allar sínar tískusýningar fyrir Chanel. Tískuhúsin Chanel, Fendi og Karl Lagerfeld héldu athöfnina í sameiningu. Öllum hæfileikum hans var fagnað og heimsþekktir leikarar og aðrir listamenn komu fram.

Á stórum skjáum birtust myndir og myndbönd frá ævi hans, sögur frá þeim sem þekktu hann. Leikarar og tónlistarfólk túlkuðu hans eftirlætis tónlist og bókmenntir. Tilda Swinton, Cara Delevingne og Helen Mirren lásu úr hans uppáhalds bókum frá rithöfundum eins og Virgina Woolf, Colette og Edith Sitwell.

Minningarathöfnin fékk nafnið Karl For Ever, eða Karl að eilífu.

Glamour/CHANEL
Anna Wintour og Bruno Pavlovsky
Claudia Schiffer
Tilda Swinton
Inès de la Fressange
Pharrell
Virginie Ward, en hún tók af Karli Lagerfeld hjá Chanel
Pharrell
Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.