Celine Dion slær í gegn í galla frá Chanel

Celine Dion lætur sig ekki vanta á hátískuvikurnar í París og hefur hún oft talað um ást sína á fatnaði og tískuheiminum. Celine klæðist yfirleitt nýjustu tísku frá tískupöllunum og í var engin undantekning þar á þegar hún var í París á dögunum.

Celine klæddist svörtum þröngum spandexgalla frá Chanel, við háa skó og með Chanel keðjubelti í stíl. Þröngir gallar hafa verið í tísku síðustu mánuði, eins og hjólabuxur og spandexleggings. Celine Dion ætlar allavega ekki að missa af þessu trendi.

Glamour/Getty
Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.