Snyrtivörurnar sem seljast hraðast í heiminum í dag

Nýjar snyrtivörur og ný snyrtivörumerki sem lofa góðum niðurstöðum með hjálp nýjustu rannsókna koma á hverjum degi, en það eru nokkrar klassískar snyrtivörur sem neytendur virðast treysta á aftur og aftur. Þessar fimm snyrtivörur seljast hvað hraðast í heiminum í dag, samkvæmt grein franska Vogue.

  1. Créaline H20 Micellar Solution frá Bioderma
    Það er talið að einn andlitshreinsir frá Bioderma seljist á hverjum tveimur sekúndum. Þessi hreinsir virðist virka vel og er mjög frískandi. Þessi vara fæst í helstu apótekum Evrópu.
BIODERMA andlitshreinsir

2. Charlotte Tilbury varablýantur
Þessi varablýantur er tiltölulega ný vara sem kom út árið 2018. Hann seldist strax upp þegar hann fyrst kom og voru hátt í 25 þúsund manns á biðlista eftir vörunni. Stjörnur eins og Alexa Chung, Amal Clooney og Emma Roberts eru aðdáendur og er talið að það seljist einn varablýantur á hverjum sex sekúndum í dag.

Charlotte Tilbury varablýantur

3. Advanced Night Repair serum frá Estée Lauder
Þetta andlitsserum frá Estée Lauder hægir á öldrun húðarinnar og er ríkt af andoxunarefnum. Þetta er notað fyrir svefn og er greinilegt að neytendur sjái mun. Það er talið að eitt Advanced Night Repair seljist á hverjum sex sekúndum.

Esteée Lauder Advanced Night Repair

4. Better Than Sex maskari frá Too Faced
Þessi maskari er bæði vegan, prófar vörur sínar ekki á dýrum og sé virkilega góður maskari, sem er talin góð ástæða fyrir því afhverju hann selst svona vel. Maskarinn ýtir undir svarta lit augnanna en gefur einnig augnhárunum raka, og inniheldur maskarinn hunang og kollagen. Það er talið að einn svona maskari seljist á hverjum sjö sekúndum.

Better Than Sex maskari frá Too Faced

5. Himalayan Charcoal Purifying Glow maski frá The Body Shop
Þessi maski er fullkominn þegar á að hreinsa húðina að alvöru, en hann fjarlægir óhreinindi húðarinnar á nokkrum sekúndum. Aðal innihaldsefnið eru kol frá Himalaya-fjöllunum, en einnig má finna japönsk telauf og trjáolíu frá Kenía. Það er talið að einn svona maski seljist á hverjum 15 sekúndum.

Himalayan Charcoal Purifying Glow maski frá The Body Shop
Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.