Gæti leikið Elvis Presley í nýrri kvikmynd

Harry Styles gæti leikið Elvis Presley í nýrri kvikmynd um rokkstjörnuna Elvis Presley, sem Baz Luhrmann leikstýrir. Aðrir ungir leikarar koma til greina í hlutverkið, eins og Ansel Elgort, Miles Teller og Aaron Taylor-Johnson.

Harry varð frægur þegar hann var í hljómsveitinni One Direction, en hefur nú verið að koma sér áfram í leiklistarheiminum og hefur meðal annars leikið í kvikmyndinni Dunkirk.

Baz Luhrmann mun tilkynna um hver hreppir hlutverkið á næstu dögum.

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.