Á tískupallinum 75 ára gömul

Fyrirsætan og leikkonan Lauren Hutton kom áhorfendum Valentino hátískusýningarinnar á óvart með því að ganga tískupallinn, en hún er 75 ára gömul. Lauren hefur þó engu gleymt og var að sjálfsögðu aðalatriðið klædd í gráa kápu, grænan kjól, appelsínugul stígvél með rauðbleika hanska.

Lauren hefur verið vinsæl fyrirsæta undanfarin ár og meðal annars verið í undirfataauglýsingu fyrir tískuhúsið Calvin Klein. Það er alltaf verið að kalla eftir meiri fjölbreytni í tískuheiminum og Lauren Hutton sannar það hér að það er ekkert aldurstakmark þegar kemur að náttúrulegri fegurð.

Glamour/Getty
Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.