Celine Dion virðist elska Paris Hilton

Celine Dion elskar Paris Hilton, ef marka má stuttermabolinn sem hún klæddist í vikunni. Það hefur ekki verið talað um neina aðra en Celine Dion þessa vikuna, enda slær hún í gegn dag eftir dag á hátískuvikunni í París. Celine hefur lítið viljað falla inn í hópinn og klæðst skrautlegustu hátísku sem völ er á. Hún fór þó aðeins í klassískari flíkur í fyrradag, í gráan dragtarjakka, pils og hvítan stuttermabol.

Á stuttermabolnum stóð einfaldlega „Ég elska Paris Hilton.“ Þó að það megi finna klassíska túristaboli sem á stendur „Ég elska París“ þá er útgáfa Celine mun skemmtilegri.

Glamour/Getty

Paris Hilton var að sjálfsögðu ánægð með bolinn og setti mynd af Celine á Instagram.

View this post on Instagram

I love you too Céline 💋

A post shared by Paris Hilton (@parishilton) on

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.