Disney endurgerir Litlu hafmeyjuna

Disney hefur verið að endurgera klassískar teiknimyndir þetta árið, eins og Lion King, Aladdin og Mary Poppins. Einnig stefnir fyrirtækið á að endurgera Litlu hafmeyjuna og bíða eflaust margir spenntir eftir myndinni, en útgáfudagurinn hefur ekki enn verið tilkynntur.

Það hefur þó verið ráðið í hlutverk Ariel en það er söngkonan Halle Bailey. Halle er hluti af dúettinum Chloe x Halle, sem hafa fengið mikið lof frá söngkonunni Beyoncé.

Litla hafmeyjan kom fyrst út árið 1989 og var myndinni leikstýrt af Ron Clements og John Musker. Prinsessan Ariel, sem átti heima í sjónum var heilluð af lífi mannfólksins. Kvikmyndin fékk Óskarsverðlaun árið 1990 fyrir lag myndarinnar, Under The Sea. Leikstjóri endurgerðarinnar er Rob Marshall, en hann hefur meðal annars leikstýrt Pirates of the Caribbean: On Stranger Tides og Mary Poppins Returns.

Þann 30. júní tilkynnti Disney um hver hafði verið ráðinn í hlutverk Ariel, en það er hin 19 ára Halle Bailey. Halle segir frá því að Twitter að draumur hafi ræst. .

Glamour/Getty.
Halle Bailey.

Það hefur hins vegar ekkert verið sagt til um hver verður í hlutverki hinnar illu Úrsúlu, en Lady Gaga hefur verið orðuð við hlutverkið. Útgáfudagur hefur ekki enn komið í ljós svo eina sem við getum gert er að bíða.

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.