Vertu klár fyrir helgina

Það er komið að vinsælustu útileguhátíð ársins og það er sniðugt að vera vel undirbúin. Sem sannur Íslendingur þarf regnjakkinn að vera til staðar og þú verður að vera tilbúinn fyrir hvaða veður sem er.

Glamour hefur tekið saman nokkur flott dress frá Glastonbury hátíðinni sem nýlega var haldin í ensku sveitinni. Þar voru stjörnur eins og Alexa Chung, Pixie Geldof og Camille Charriere vel klæddar og tilbúnar í allt. Jakki og góðir skór eru aðalatriði.

Glamour/Getty
Alexa Chung í vaxjakka, gallabuxum og strigaskóm. Alltaf klassískt og flott. Bættu við gúmmístígvélum og þá ertu vel undirbúin.
Þó að jakkinn og skórnir séu praktískir þá geta buxurnar verið villtar. 
Alexa Chung brýtur útihátíðarreglurnar með því að klæðast hvítum kjól, en það kemur vel út með rykfrakka og grófum stígvélum.
Camille Charriere klæðist dökkblárri peysu, svörtum stuttbuxum og praktískum skóm. 

Leðurjakki og kúrekastígvél er flott saman. 

 

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.