Deila nýjum myndum af Archie Harrison

Sonur Meghan Markle og Harry Bretaprins, Archie Harrison Mountbatten-Windsor, var skírður í lítilli og lokaðri athöfn á laugardaginn 6. júlí. Aðeins nánasta fjölskylda var viðstödd athöfnina, en það var ósk foreldrana að hafa athöfnina minni en tíðkast hefur í fjölskyldunni.

Í tilefni dagsins klæddist Meghan kjól og hatt frá Dior en Katrín hertogaynja af Cambridge valdi sér kjól frá Stellu McCartney.

Meghan og Harry ætla ekki að deila því með almenningi hverjir guðforeldrar barnsins eru.

Glamour/Getty

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.