Lady Gaga stofnar sitt eigið förðunarmerki

Lady Gaga hefur verið að undirbúa aðdáendur hennar á Instagram, en þar er hún með um 31 milljónir fylgjenda. Síðustu mánuði hefur hún birt myndir og myndbönd þar sem hún lætur myllumerkið #hausbeauty og #hausofgaga fylgja með. Vörumerkið Haus Beauty er í eigu Lady Gaga og nú hefur vefsíðan hausbeauty.com verið opnuð.

Merkið inniheldur förðunarvörur, ilmvötn og húðvörur en fleiri smáatriði hafa ekki komið í ljós. Það líður væntanlega ekki á löngu þar til við heyrum meira frá Lady Gaga og hvernig merkið verður.

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.