Beyoncé skein skært á frumsýningu Lion King

Ef einhverri bíómynd er beðið eftir með mikilli eftirvæntingu þá er það The Lion King, en hún kemur loksins í bíó þann 17. júlí næstkomandi. The Lion King er endurgerð Disney á myndinni sem fyrst kom út árið 1994, og eru eflaust margir foreldrar sem geta ekki beðið að fylgja börnum sínum á myndina.

Beyoncé lánar Nölu rödd sína í kvikmyndinni og var að sjálfsögðu mætt á frumsýninguna í Californiu í gær. Beyoncé skein skært í silfurlituðum jakka og pilsi og var dóttir hennar, Blue Ivy, í stíl.

Glamour/Getty
Beyoncé og Blue Ivy
Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.