Notaðu hjólabuxurnar eins og Emily Ratajkowski

Hjólabuxurnar sem vinsælar voru á áttunda og níunda áratugnum voru gríðarlega vinsælar síðasta sumar og jafnvel enn meira nú í sumar. Hjólabuxurnar er hægt að nota við margt, en þá sérstaklega á sportlegri hátt við stuttermaboli.

Fyrirsætan og leikkonan Emily Ratajkowski er mikið fyrir þessar buxur og notaði sínar eigin við dragtarjakka og stuttan hvítan topp. Hennar buxur náðu rétt fyrir neðan hné, eins og sást á tískusýningu Chanel. Allt dressið minnti á tísku frá tíunda áratugnum, eins og víður jakkinn, skórnir og sólgleraugun.

Glamour/Getty
Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.