Ekki láta blómamynstrið vera

Tónlistarmaðurinn Donald Glover er þessa dagana að kynna nýju kvikmynd The Lion King, en hann talar fyrir Simba. Vel er fylgst með honum og Beyoncé, sem talar fyrir Nölu, og þá sérstaklega hverju þau klæðast.

Á dögunum var Donald mættur í spjallþátt Jimmy Kimmel, klæddur blómamynstri frá toppi til táar. Donald sannar það hér að fataskápur karlmanna þarf ekki að vera einfaldur og óspennandi og þurfa þeir ekki að láta blómamynstrið vera.

Glamour/Getty
Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.