Fyrstu myndir frá förðunarlínu Lady Gaga

Það kom í ljós í vikunni að söng- og leikkonan hæfileikaríka Lady Gaga væri búin að stofna förðunarmerki, sem heitir Haus Laboratories. Fyrstu vörurnar munu fara í sölu í september, en frá 15. júlí er hægt að forpanta vörurnar. Vörurnar munu fást í gegnum Amazon eða á vefsíðu Haus Laboratories.

Fylgjendur Haus Laboratories á Instagram eru orðnir 270 þúsund á aðeins nokkrum dögum. Vörurnar sem verða til sölu til að byrja með eru til dæmis augnskuggar, varalitir og naglalökk. Lady Gaga leggur ríka áherslu á fjölbreytni og segir förðunarmerkið vera fyrir alla.

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.