Hafðu jakkann tveimur númerum of stóran

Dragtarjakkinn er flík sem að flestir ættu að eiga í fataskápnum, enda varla hægt að finna klassískari flík. Nú ætti hann hins vegar að vera tveimur númerum of stór, ef marka má götustílinn á tískuvikunni í París.

Vinsælasti jakkinn í dag kemur í öllum litum, en er stílhreinn að öðru leyti. Þú gætir jafnvel fundið þinn fullkomna jakka í herradeildinni, eða í verslunum sem selja notuð föt. Einnig gætirðu verið heppin og fundið hann í fataskáp maka þíns. Ef þú vilt aðeins meira form er einnig fallegt að skella mjóu belti um mittið.

Glamour/Getty
Christine Centenera
Maria Bernad
Pernille Teisbaek
Patricia Manfield
Chloé Harrouche
Linda Tol
Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.