Beyoncé og Meghan Markle á frumsýningu The Lion King

Beyoncé og Meghan Markle voru báðar mættar á rauða dregilinn í London þar sem þær fögnuðu nýrri mynd The Lion King. Beyoncé talar fyrir Nölu eins og frægt er orðið, og ferðast nú um heiminn þar sem hún frumsýnir kvikmyndina.

Meghan vildi greinilega ekki missa af frumsýningunni, því hún sleppti síðasta deginum af tennismótinu í Wimbledon. Meghan og Harry komu saman og heilsuðu vel upp á Beyoncé og eiginmann hennar, Jay-Z, eins og sést hér fyrir neðan.

Glamour/Getty
Jay-Z og Beyoncé
Harry og Meghan
Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.