Margot Robbie er andlit nýs ilmvatns frá CHANEL

Ástralska leikkonan Margot Robbie er andlit nýs ilmvatns frá Chanel sem kemur út í september næstkomandi og mun heita Gabrielle Chanel Essence. Tískuhúsið segir Margot hafa verið fyrir valinu vegna heillandi persónuleika hennar. Margot leikur í nýrri kvikmynd frá Quentin Tarantino, Once Upon a Time…in Hollywood.

Ilmvatnið er gert úr fjórum hvítum blómum, er auðmjúkt og ríkt og minnir á sólina. Ilmvatnið kemur í verslanir þann 1. september næstkomandi.

Glamour/CHANEL
Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.