Gossip Girl snýr aftur

Sjónvarpsþátturinn Gossip Girl snýr aftur og verða þeir sýndir á HBO Max. Þættirnir verða tíu talsins og verður hver og einn í kringum klukkutími á lengd, samkvæmt frétt Deadline. Þættirnir voru fyrst sýndir á árunum 2007 til 2012 og fjölluðu um efnaða unglinga í New York. Þættirnir voru byggðir á bók eftir Cecily von Ziegesar.

Aðalleikarar þáttanna voru Blake Lively, Leighton Meester, Penn Badgley, Chace Crawford og Ed Westwick en ekki er vitað ennþá hverjir þessara leikara verða í nýju þáttunum. Eitt er víst að það verður nóg af tísku og mikil dramatík.

Glamour/Getty.
Blair (Leighton Meester) og Serena (Blake Lively).
Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.