Anne Hathaway á von á sínu öðru barni

Leikkonan Anne Hathaway er ólétt af sínu öðru barni. Anne tilkynnti um óléttuna á Instagram, eins og vinsælt er orðið hjá stjörnunum, en talar einnig um það að hafi verið erfitt fyrir sig að verða ólétt.

Anne og eiginmaður hennar Adam Shulman eiga fyrir einn son, Jonathan Rosebanks, sem fæddist árið 2016. Á Instagram segir Anne að verða ólétt hafi ekki verið auðvelt og sendir ást til fólks sem glíma við ófrjósemi og önnur vandamál. Anne átti einnig erfitt með að eignast sitt fyrsta barn en bíður nú væntanleg spennt eftir nýjum fjölskyldumeðlim.

Glamour/Getty
Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.