Druslugangan fer fram um helgina

Mynd/Fréttablaðið.is

Hin árlega Drusluganga verður gengin í níunda sinn um helgina. Gangan er gengin til að vekja athygli á kynferðisofbeldi og öllum birtingarmyndum þess sem og að færa ábyrgð kynferðisafbrota frá þolendum yfir á gerendur. Síðan árið 2011 hefur Druslugangan verið gengin ár hvert til að sýna brotaþolum kynferðisofbeldis samstöðu.

Druslugangan fer fram laugardaginn 27. Júlí kl 14:00 frá Hallgrímskirkju. Skipuleggjendur hvetja alla til að koma, hvort sem það eru brotaþolar, aðstandendur eða þá sem ganga af öðrum ástæðum.

Aldís Schram og Tatjana Dís og Sigrún Bragadóttir munu halda ræður. Einnig verða tónlistaratriði þar sem KRÍA, Dj Dóra Júlía, Salóme og Ingileif koma fram.

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.